fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Samhengi hlutanna

Egill Helgason
Föstudaginn 23. september 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd Ullu Boje Rasmusen þar sem er fjallað um Thor Jensen – og Björgólf Thor Björgólfsson – hefur vakið nokkra athygli.

Myndin var sýnd í sjónvarpinu í gærkvöldi.

Björgólfur Thor lagði mikla áherslu á það að hann væri eins konar arftaki þessa langafa síns.

Það eru reyndar dálítið skrítin fræði því afkomendur Thors Jensen skipta hundruðum.

En Björgólfur gerði sterkt tilkall til þessa þegar hann keypti Fríkirkjuveg 11, húsið sem Thor gamli reisti.

Hins vegar má segja að hann hafi með nokkrum hætti strikað yfir þetta þegar hann veðsetti húsið upp í rjáfur strax eftir kaupin. Það var eitthvað svo dæmigert fyrir íslenskan útrásarvíking.

Annars má búast við að Björgólfar verði talsvert í fréttum á næstunni, því út er að koma bók sem Þorfinnur Ómarsson hefur skráð eftir Ingimar H. Ingimarssyni.

Ingimar hefur sakað Björgólfsfeðga um að hafa stolið af sér bjórverksmiðjunni í Rússlandi, sem varð undirstaðan í veldi þeirra.

Svo má nefna að í nýútkominni spennusögu Sigrúnar Davíðsdóttur sem nefnist Samhengi hlutanna er persóna sem líkist Björgólfi Thor ansi mikið.

Sigrún nefnir hann Óttar, en það dylst varla neinum að hann er byggður á Björgólfi – og lýsingarnar eru ekki alltaf fagrar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?