

Þarna er viturlega skrifað, eins og höfundar er von og vísa. Sölvi Sveinsson byrjar greinina, sem birtist í Mogganum í gær, á því að reifa skiljanlega andúð á bankakerfinu vegna ýmissa hluta. Hann víkur svo að þeirri furðulegu hugmynd að senda Landsbankann helst eitthvert lengst burt í í úthverfi, í Ögurhvarf – og segir eins og er að þetta beri vott um pólitískar veiðar í gruggugu vatni.
Svo klykkir Sölvi út með þeirri hugmynd að Landsbankinn kippi Náttúruminjasafni Íslands inn á jarðhæð nýbyggingarinnar við höfnina. Það er verðugt.