fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Stærsta spurningin varðandi efnahagsmálin – en engin svör

Egill Helgason
Þriðjudaginn 29. september 2015 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagfræðingum ber saman um að höft séu komin til að vera – semsagt að ekki sé hægt að nota örmyntina krónu án þess að hún bundin í höft. Þetta þýðir í raun að Seðlabankinn er að möndla með krónugengið – hanna efnahagsumhverfið á Íslandi dag frá degi.

Annar möguleiki er að fara í gamla farið, að gengið sé einfaldlega pólitísk ákvörðun. Þá eru það ríkisstjórnir sem fella gengið eins og var í gamla daga. Líklega eru fáir sem vilja fara þessa leið. Eða treystum við hagfræðingunum ekki aðeins betur? 🙂

Við búum í hagkerfi þar sem sauðsvartur almúginn notar annars vegar íslenska krónu og hins vegar verðtryggða krónu. Hann er fastur í kerfi óstöðugleika og vaxtaokurs. Stórfyrirtæki og útgerðin láta ekki bjóða sér þetta – þau vilja hafa allt í erlendum gjaldmiðlum, nema þá launin sem eru borguð á Íslandi.

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, spyr í nýjum pistli hvar sé réttlætið í þessu?

Aðstæður eru með þeim hætti á þjóðarskútunni að á annað borðið rær launafólk með miklum fjölda minni og meðalstórra fyrirtækja. Á þessu borði þurfa einstaklingar að taka lán til húsnæðiskaupa og fyrirtæki til margvíslegra fjárfestinga með vöxtum sem eru margfalt hærri en gerist í grannlöndunum.

Á hitt borðið róa útflutningsfyrirtækin. Þau gera reikninga sína upp í erlendum gjaldmiðlum og taka lán á sömu vöxtum og fyrirtækin í samkeppnislöndunum. Að auki hefur þetta borð sjálfvirka afkomubatatryggingu í gegnum gengislækkanir sem þeir greiða sem róa á hitt borðið.

Spurningin er þessi. Er ekki of mikil slagsíða á þjóðarskútunni að þessu leyti? Eru möguleikar manna jafnir? Þarf ekki meira réttlæti í þessum efnum?

Því miður vantar allt úthald í íslenska stjórnmálaumræðu. Stundum gýs upp umræða um peningamálin, en hún hverfur jafnóðum aftur. Þó er þetta kannski stærsta spurningin sem þarf að svara varðandi efnahagsmál á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins