fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Ævintýrahöllin Háskólabíó

Egill Helgason
Mánudaginn 28. september 2015 16:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi dásamlega fallega mynd af Háskólabíói birtist á vefnum Gamlar ljósmyndir. Þetta er frá því áður en reist var viðbygging við bíóið sem spillti ásjónu þess verulega.

Háskólabíó eins og það birtist á myndinni er einstakt hús í forminu. Það var byggt á árunum 1956-1961 af arkitektunum Gunnlaugi Halldórssyni og Guðmundi Kr. Kristinssyni.

 

11221612_10206873008455676_4639522712582329712_o

 

Sagan segir að þegar einn frægasti arkitekt samtímans, Rem Koolhaas, kom til Reykjavíkur hafi hann sýnt byggingarlistinni í borginni lítinn áhuga – nema Háskólabíói sem hann taldi framúrskarandi.

Hilmar Þór Björnsson arkitekt, sem skrifar frábæra pistla um byggingarlist- og skipulag hér á Eyjuna, ritaði um Háskólabíó fyrir fáum árum:

Þegar horft er til byggingarinnar utanfrá er hún auðlesin og staðsetning hennar við Hagatorgið og glæsibygginganna þar er sannfærandi. Maður áttar sig strax á hvað er þarna á ferðinni og nemur hvað funktionalisminn er tær og skýr. Þarna eru formin og efnisval einfalt, stál, steypa og gler. Hvergi er að sjá prjál eða óþarfa glingur eða sýndarmennsku af nokkru tagi. Léttleikinn er ábrandi þrátt fyrir mikla steypu og gluggaleysi í meginbyggingunni. Framsækin smíði hússins og tækni blasir við; skriðmót og stálgrind.

Arkitektarnir hafa tekið fáar og stórar ákvarðanir þannig að allt er eðlilegt og auðlesið.

Háskólabíó er ef til vill besta hús á Íslandi, framúrskarandi arkitektúr á allan hátt sem hefur ekki fengið þá athygli og  lof sem það verðskuldar. Svo heiðarlegar byggingar sér maður ekki mikið lengur. Engin óþarfi ekkert skraut engin tíska eða stælar. Fullkomin heiðarleiki og fullkomin fegurð og funktion.

Hér er svo önnur sýn á Háskólabíóið sem Hilmar birti – uppljómað húsið að kvöldlagi. Eins og ævintýrahöll með sínum sérkennilegu kýraugum framan á.

 

HBcrop-1

 

Sem kvikmyndahús var Háskólabíó óviðjafnanlegt. Það var einstök tilfinning að horfa á stórar myndir þar á breiðtjaldi – það var eins og hátíð að koma þangað í bíó. Bíóið galt hins vegar fyrir að þurfa að hýsa Sinfóníuhljómsveitina áratugum saman. Ljóst var að sem tónleikasalur var það aldrei fullnægjandi – og ekki bætti úr skák síðustu árin þegar húsið var farið að leka og stóðu bunur úr loftinu á tónleikum þegar rigndi.

Því miður fara kvikmyndasýningar núorðið einatt fram í drungalegum og óvistlegum sölum. Líklega er það nútíma sýningartækni sem krefst þessa. En oft finnur maður söknuð eftir gömlum kvikmyndahúsum með glæsilegum salarkynnum.

 

HBint

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins