fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Vestur-íslenskum frambjóðanda fórnað á altari hræsninnar

Egill Helgason
Laugardaginn 26. september 2015 19:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er víðar en á Íslandi að stjórnmálin eru smáskítleg – og ekki hafa samskiptamiðlarnir bætt úr. Kanadamaðurinn Stefán Jónasson er af íslenskum ættum, hann hefur verið prestur í kirkju Únítara og ritstjóri Lögbergs/Heimskringlu. Stefán kom fram í einum af Vesturfaraþáttum mínum.

Stefán var í framboði fyrir New Democratic Party fyrir þingkosningarnar sem fara fram í Kanada í október. Kjördæmi hans var í Winnipeg, en nú hefur hann dregið framboð sitt til baka. Ástæðan er sú að fundust ummæli sem hann lét falla á Facebook fyrir mörgum árum.

Stefán er frjálslyndur maður eins og Únítarar eru almennt – kúgun og ofbeldi er eitur í beinum hans. Í téðum umræðum gagnrýndi hann meðferð á konum í samfélögum heittrúargyðinga og sagði:

….much like the Taliban and other extremists, the Haredim offer a toxic caricature of faith at odds with the spirit of the religious tradition they profess to represent.

(Líkt og talibanar og aðrir öfgahópar, bjóða haredi upp á eitraða skrípamynd af trú sem er í andstæðu við anda þeirra trúarhefðar sem þeir telja sig vera fulltrúar fyrir.)

Kosningarnar í Kanada eru mjög spennandi og óvíst hvaða flokkur fer með sigur af hólmi, NDP með Tom Mulcair í forystu – sá lét sér ekki detta í hug að bera blak af Stefáni heldur sagði að ummæli hans hefðu verið mjög óviðeigandi  – Íhaldsflokkur Stephens Harper forsætisráðherra eða Frjálslyndi flokkurinn en þar er forsætisráðherraefnið Justin Trudeau.

Stefán segir sjálfur að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með afstöðu flokksins en geti þó skilið hana. Auðvitað hefur hann rétt fyrir sér – en hann tæpti á sannleika sem virðist ekki mega orða. Í Ísrael er kvennakúgunin meðal haredi mikið pólitískt hitamál, hér ert til dæmis grein úr Jerusalem Post þar sem henni er líkt við þrælahald. Það verður að segjast eins og er að í máli Stefáns hefur hræsni fengið að ráða ferðinni.

stefan-jonasson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins