

Margir fagna ræðu páfans í Bandaríkjaþingi. Hann talaði gegn dauðarefsingum, styrjöldum, vopnasölu, slæmri meðferð á innflytjendum, fangelsiskerfinu í Bandaríkjunum, fátækt og misskiptingu.
Hljómar ansi vel, viðeigandi orð á þessum stað.
Það má sjá að hinn kaþólski leiðtogi Repúblikana í þinginu, John Boehner, brynnti músum undir ræðu páfa, það er spurning hvort hann var svona hrærður eða hvort hann skammaðist sín svona mikið.
Páfi talaði líka gegn fóstureyðingum, með því að vernda líf á öllum stigum þess, og gegn hjónaböndum samkynhneigðra og það hefur kannski átt meiri hljómgrunn hjá Boehner og skoðanabræðrum hans.
