fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Ekki ný braggahverfi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 24. september 2015 08:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er rætt um leiðir til að bæta úr húsnæðisskorti, þá sérstaklega vöntun á húsnæði fyrir ungt fólk.

Í því er tvennt sem þarf að varast umfram allt.

Annars vegar að ekki myndist svæði þar sem ríkir félagsleg einsleitni, þar sem safnast saman efnalítið fólk, innflytjendur, fólk sem þiggur félagsaðstoð á einum bletti.

Hins  vegar að forðast að byggt verði óvandað húsnæði, eins og margir eru að hvetja til um þessar mundir, jafnvel ráðamenn. En við eigum ekki að reisa ný braggahverfi.

Meira að segja í kreppunni tókst Reykvíkingum að byggja vönduð hús fyrir verkafólk á besta stað – innan um aðrar stéttir. Verkamannabústaðirnir við Hringbraut eru glæsilegt fordæmi. Þegar þeir voru fyrst byggðir var deilt um hvort skyldi vera bað í hverri íbúð – mörgum þótti það of mikill lúxus. En þeir sem vildu böð urðu ofan á.

Þegar fyrsti hluti Breiðholtsins var byggður til að ráða bót á húsnæðisvandanum á sjöunda áratugnum var tekið mið af Verkamannabústöðunum. Húsin voru mátulega stór og íbúðirnar sneru út að görðum.

En þegar kom að því að byggja Efra-Breiðholt vildu menn hafa hlutina stærri og ódýrari – og það tókst miklu verr.

Við megum hafa þetta hugfast ef ráðist er stórfellda húsnæðisuppbyggingu, ekki einangrað, ekki of ódýrt, ekki lélegt. Við munum bara súpa seyðið af því seinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins