
Manni sýnist að ríkisstjórnin ætli að taka myndarlega á flóttamannavandanum – og það er fagnaðarefni. Það er ekki nefnt hversu mörgum skuli tekið á móti, skiljanlega er það vandasamt, en fjárhæðirnar eru nokkuð stórar, tveir milljarðar króna á næstu tveimur árum. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, öflugasta stjórnarandstöðuflokksins, segir á Rúv að hann sé ánægður:
Það gleður mig mjög að sjá þessa upphæð. Þetta er miklu meira en ég bjóst við.
Hvernig mælist þetta svo fyrir í þjóðardjúpinu? Skoðanakannanir undanfarið hafa sýnt talsverða andstöðu við móttöku flóttamanna, eitt viðkvæðið er að frekar skuli hjálpa þurfandi Íslendingum. En það kemur fleira til, á vef Útvarps Sögu má til dæmis sjá þetta – má reyndar spyrja hvort þetta falli undir hatursáróður:
