fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Vandræðaleg afstaða Pírata gagnvart þjófnaði

Egill Helgason
Fimmtudaginn 17. september 2015 07:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er aumt að vilja borga til dæmis fyrir kleinuhringi og pitsur en ekki fyrir list eða hugbúnað. Og að ala ungt fólk upp í slíku viðhorfi er bara ferlega sorglegt.

Nú er verið grípa til ráðstafana til að hefta stórfelldan hugverkastuld á netinu. Slíku verður ekki útrýmt, en það er hægt að hrella þjófana og reka úr einni holu í aðra. Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson slær úr og í, í aðra röndina talar hann um að ekki sé hægt að loka fyrir þjófasíður eins og Deildu eða Pirate Bay (Píratahreyfingin upphófst í kringum hana), en í hina að það megi ekki. Hvort er það? Er hægt að kjósa flokk sem réttlætir afbrot af þessu tagi?

Réttlætingarnar eru alltaf jafn vandræðalegar. Yfirleitt er það eitthvað fjas um að menn skilji ekki hvernig internetið virkar eða að höfundarréttur sé úreltur. En þjófnaður er þjófnaður hvort sem eiga í hlut áþreifanlegir hlutir eða óáþreifanlegir. Enginn myndi láta sér detta í hug annað en að stöðva starfsemi verslunar sem seldi eða dreifði þýfi. Í grundvallaratriðum er þetta ekki flóknara en það. Fyrirlitningin á vinnu listafólks og þeirra sem setja saman hugverk er með ólíkindum.

Við hikum ekki við að stöðva fjársvik á netinu, barnaníð eða hefndarklám. Hatursáróðurssíðum er líka lokað. Það er jafn sjálfsagt að stöðva hugverkaþjófa. En auðvitað stendur þetta líka upp á foreldra, að kenna börnum sínum að það sé ekki rétt að nota síður af þessu tagi – rétt eins og maður uppáleggur þeim að stela ekki úti í búð eða frá öðru fólki. Enginn myndi láta sér detta í hug að verja þjófnað af því taginu – bara af því það er hægt að stunda hann.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins