

Eins og kannski hefur mátt greina á þessari síðu er ég ekki alveg viss um að Jeremy Corbyn sé svarið við vandræðum vinstri hreyfingarinnar. En hann fær nú að finna til tevatnsins í bresku pressunni – þegar hún er í þessum ham er hún sú óvægnasta í heimi.
Nú er Corbyn legið á hálsi fyrir að hafa ekki tekið undir í God Save the Queen í Westminster.
En ég verð að segja að þarna hækkaði karlinn mjög í áliti hjá mér. Þessi þjóðsöngur Bretlands er ömurlegur eins og allt tilstand kringum kónga og drottningar.
Lifi lýðveldið!

Í síðasta þætti sínum tók háðfuglinn John Oliver fyrir algjört tilgangsleysi drottningarinnar:
“Essentially what I’m saying is, congratulations, Your Majesty. You have spent 63 years doing a job that could’ve effectively been done just as well by a Styrofoam mold of the human head.”