
Sjónvarpið hefur átt frábæra spretti undanfarna daga.
Kastljós var stórmerkilegt í gærkvöldi með ómetanlega umfjöllun um flóttamannavandann í Evrópu. Þátturinn var stór í sniðum og stór í hugsun – og algjörlega tímabær.
Og fyrir stuttu sýndi RÚV hvers það er megnugt í menningunni þegar sýnt var beint frá tónleikum Kristins Sigmundssonar í Hörpu.
Þetta er náttúrlega styrkur sjónvarps á tíma þegar notendur verja æ meiri tíma í efnisveitur sem dreifa kvikmyndum og leiknum þáttum. Að vera úti á meðal fólks, fanga atburði og miðla þeim skjótt og vel.
Þess má svo geta að á morgun verður sérstök útgáfa Kiljunnar sem fjallar um Bókmenntahátíð í Reykjavík sem fór fram nú um helgina, í þættinum verða erlendum höfundum á hátíðinni gerð skili. Í þeim hópi eru frábærir höfundar víðs vegar að úr heiminum, sumir mjög frægir, aðrir minna frægir – en upp til hópa hið skemmtilegasta fólk.