fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Tískuráð handa Pírötum og Corbyn

Egill Helgason
Mánudaginn 14. september 2015 22:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson, sem hefur ekki þekktur fyrir að vera sérstakur stílisti,  skammar Pírata fyrir „druslugang“ í Reykjavíkurbréfi á laugardag. Honum þykja þeir ekki nógu vel klæddir. Hann setur út á „gallabuxur og bindisleysi“ og segir:

Hver ætti að hafa meiningar um það hvort fólk, sem það hefur aldrei heyrt minnst á og veit ekki við hvað fæst í vinnunni, klæðir sig í larfa til að bjarga þjóðarhag eða tekur áhættuna af því að vera sæmilega til fara.

Stílistarnir eru líka komnir á stúfana í Bretlandi og beinast áhyggjur þeirra að Jeremy Corbyn. Breskir stjórnmálamenn eru yfirleitt nokkurn veginn eins til fara. Karlarnir í jakkafötum með annað hvort blá eða rauð bindi, konurnar í drakt. Kannski er þetta beint framhald af skólabúningunum sem bresk börn eru neydd til að íklæðast.

The Independent skrifar um þetta og spyr hvort Corbyn neyðist til að flikka upp á klæðaburð sinn. Birt er mynd af honum þar sem hann er í stuttbuxum, svörtum skóm og svörtum sokkum. Haft er eftir einum þingmanni Verkamannaflokksins að Corbyn sé of „ósnyrtilegur“ fyrir smekk flestra kjósenda. Um Corbyn hefur reyndar verið sagt að hann kaupi fötin sín í kaupfélaginu í Dalston, það er í norðaustur London – The Dalston Co-Op.

Jú, og Corbyn á húfu eins og Jón Bjarnason.

The Independent spyr tískuráðgjafa ráða um þetta brýna mál og hún ráðleggur Corbyn að breyta sér ekki of skart. Hann megi ekki fæla burt kjósendur sínar – sem myndu væntanlega ekki þekkja hann fyrir sama mann. Hann eigi semsagt ekki að leggja leið sína til klæðskeranna á Savile Row, en kannski fara fremur í Marks & Spencer en kaupfélagið. Hann þurfi bara aðeins að hressa upp á klæðavalið, forðast drapplituð föt og setja upp bindi. Hann hafi reyndar sýnt viðleitni í þessa átt þegar hann birtist í þinginu í gær.

En hvernig verður þetta þegar Píratarnir komast í ríkisstjórn – verður þá áfram bindisleysi og gallabuxur og tómur druslugangur?

 

3-Jeremy-Corbyn-Rex

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins