
Ferðavefurinn Túristi birtir merkilega úttekt á ferðamannastraumnum til Íslands þar sem kemur fram að hann er langt umfram spár.
Samkvæmt Túrista hefur ferðamönnum fjölgað á þessu ári um 26,8 prósent, haldi sú þróun áfram munu hátt í 1,3 milljónir ferðamanna koma til Íslands á þessu ári. Þeir voru 998 þúsund í fyrra.
Í hittifyrra spáði Boston Consulting Group að ferðamenn á Íslandi yrðu 1,5 milljónir talsins árið 2023. Fyrr á þessu ári spáði Landsbankinn því að þessu yrði náð árið 2017. En nú segir Túristi að þetta kunni að verða að veruleika strax á næsta ári.
Þetta er ofboðslegur vöxtur og ekki nema von að Túristi segi:
Síðastliðið sumar voru fréttir af slæmu ástandi við ferðamannastaði tíðar. Samkvæmt fjárlögum næsta árs er hins vegar ekki gert ráð fyrir aukningu í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og vandræði er með úthlutanir úr sjóðnum. Það stefnir því í enn verra ástand á næsta ári ef þessi spá um aukin ferðamannafjölda gengur eftir. Þess má líka geta að stýrihópu Viðskipta- og iðnaðarráðherra um framtíðarsýn ferðaþjónustunnar átti að skila tillögum í vor en samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu þá er von á tillögum á næstu dögum.