fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Heiðvirt fólk verður að bregðast við rasisma á samfélagsmiðlum

Egill Helgason
Föstudaginn 7. ágúst 2015 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anja Reschke er einhver frægasti sjónvarpsmaður í Þýskalandi, hún er einn af stjórnendum fréttaþáttarins Panorama á ARD stöðinni. Reschke ávarpaði hlustendur í þættinum 5. ágúst, var ekkert að skafa utan af því, og hefur orðum hennar verið dreift víða.

„Ef þið eruð ekki þeirrar skoðunar að flóttafólk sé sníkjudýr sem má hundelta, brenna eða eyða með gasi, þá eigið þið að stíga fram og segja það. Sporna á móti svona orðræðu. Opna munninn. Taka afstöðu.“

Reschke sagði einnig að nú væri rasismi orðinn leyfilegur, í umræðum á netinu fengju ummæli eins og „skítug meindýr sem eiga að fá að drukkna“ fjölmörg læk. Þeir sem skrifa slíkt séu meira að segja hættir að fela sig bak við dulnefni. Heiðvirðir Þjóðverjar verði að berjast við slíku tali sem hvetji til árása á flóttafólk og magni upp ofsóknir gegn því. Slíkar árásir hafa farið mjög vaxandi í Þýskalandi eins og víðar.

Þetta getur ekki haldið svona áfram, segir Anja Reschke. Hatursumræðunni gegn flóttafólki verði að linna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk