fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Fylgishrun Bjartrar framtíðar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 5. ágúst 2015 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á heldur tíðindalitlu sumri er það nokkur frétt að hugsanlega er Björt framtíð að deyja drottni sínum sem stjórnmálaafl. Þetta er flokkur sem fór alveg upp í tuttugu prósent í skoðanakönnunum. Varaþingmaður og annar stofnandi flokksins, Heiða Kristín Helgadóttir, vill ekki taka sæti á Alþingi og segir, nokkuð undir rós, að formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, sé ekki að standa sig. Þá má minna á að Jón Gnarr, sem var eins konar andlegur faðir Bjartrar framtíðar, lagði lykkju á leið sína til að segja að hann styddi ekki flokkinn fyrr á þessu ári.

Guðmundur segir hins vegar í viðtali við DV að þetta snúist ekki um sig eða sína persónu. Það er reyndar allsendis óvíst að Björt framtíð myndi græða á því að skipta um formann – eða er eitthvert formannsefni í sjónmáli? Kannski Óttarr Proppé?

En hver er þá skýringin á þessu fylgishruni? Flokkurinn hefur sex menn á þingi, sumt af því er ágætis fólk,  hann situr í meirihluta í borgarstjórn í Reykjavík og í bæjarstjórnum í Kópavogi, Hafnarfirði og Akranesi. Hefur semsagt komið ár sinni vel fyrir borð í kosningum.

Þetta ætti að vera talsvert til að byggja á. En samt er fylgið horfið, mestanpart yfir til Pírata, ef marka má skoðanakannanir. Píratarnir eru auðvitað bóla, þeir eru aldrei að fara að fá 35 prósent í kosningum, en einhvern veginn virðist ósennilegt að fylgi snúi aftur til Bjartrar framtíðar.  Yfir flokknum er eitthvað furðulegt stemmings- og ástríðuleysi – og nú þegar fylgið er komið niður fyrir fimm prósent fer ekki hjá því að magnist upp áhyggjur flokksmanna og þeir deila innbyrðis.

Manni hefur stundum virst að planið með Bjartri framtíð hafi verið að stofna miðjuflokk sem gæti ýmist starfað til hægri eða vinstri, það er staðan sem Framsókn hefur löngum haft í stjórnmálunum. Síðustu sveitarstjórnarkosningar staðfestu þetta. Á Akranesi, í Kópavogi og Hafnarfirði starfar flokkurinn með Sjálfstæðismönnum, í Reykjavík með vinstri flokkunum. Í Kópavogi kastaði Sjálfstæðisflokkurinn Framsókn beinlínis út fyrir BF. Það er vandi að halda úti stjórnmálaflokki sem ætlar að stunda slíka jafnvægislist, hættan er að hann virðist hugsjónalítill og tækifærissinnaður.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk