fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Ógn, en kannski ekki sú allramesta

Egill Helgason
Föstudaginn 28. ágúst 2015 07:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég deili áhyggjum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar af byggingum í miðborginni – og sérstaklega þeirri áráttu að nýta byggingarrétt út í ystu lóðamörk þannig að hús verða beinlínis ólöguleg og ljót en samræmi og fagurfræði er gefið langt nef. Maður veltir fyrir sér hvort ekki sé hægt að gera eins og í borgum þar sem eru sett fagurfræðileg viðmið fyrir byggingar. Víða þykir það sjálfsagt. Það er ekki hægt að láta byggingafélög og verktaka ein um að ákveða slíkt.

En það er samt ekki alveg nákvæmt hjá honum að miðborgin hafi aldrei staðið frammi fyrir meiri ógn.

Í bílabrautarskipulaginu mikla frá 1962 var beinlínis gert ráð fyrir að rífa nánast öll gömul hús í miðbænum, timburhúsin skyldu fara nema Menntaskólinn. Grjótaþorpið var allt dæmt til niðurrifs sem og Bernhöftstorfan. Þingholtin voru fjarska niðurnídd á þessum og Njálsgatan og Grettisgatan minntu á gamla fátækt.

Hér er mynd úr skipulaginu frá 1962. Svona hugsuðu menn sér að Aðalstræti og Ingólfstorg myndu líta út.

skipulag1962

Og ég man það á yngri árum að timburhús brunnu eins og kyndlar, ár hvert voru brunar, og svo voru önnur rifin – sum bara til þess að rífa – og enn önnur voru send í útlegð upp í Árbæjarsafni. (Þaðan sem ætti auðvitað að flytja þau aftur.) Þetta voru niðurlægingartímar miðbæjarbyggðarinnar.

Hér er skemmtileg ljósmynd sem sýnir hvernig Kvosin var fyrir þennan tíma. Þarna eru samkomuhúsin Báran og Gúttó ennþá á sínum stað og hús sem var flutt út í Litla-Skerjafjörð þegar Ráðhúsið var byggt. Myndin er greinilega tekin úr turni Slökkviliðsstöðvarinnar gömlu við Tjarnargötu, greinilega fyrir 1930 því Hótel borg er ekki risin. Það verður að segja eins og er að yfir bænum eins og hann birtist á þessari mynd er nokkur þokki og samræmi. Ekki finn ég hver höfundur ljósmyndarinnar er, gömlum ljósmyndum er póstað í gríð og erg á Facebook, því miður oft án upplýsinga sem þyrftu að fylgja með.

11882350_10207574669353295_8692334970993963304_o

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“