fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Hvað getur hreyft við okkur?

Egill Helgason
Föstudaginn 28. ágúst 2015 12:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópa horfir upp á versta flóttamannavanda sinn frá því í seinni heimsstyrjöld. Stríð og óstöðugleiki í Miðausturlöndum reka fólk af stað – og það bætist við flóttamannastrauminn sem hefur verið upp í gegnum Afríku og út á Miðjarðarhaf.

Við horfðum upp á gríðarlegan straum flóttamanna á tíma stríðs í gömlu Júgóslavíu, en nú er ástandið enn verra.

Stundum fáum við að sjá birtingarmyndir flóttamannavandans, eins og manninn sem selur penna með með dóttur sína í fanginu á götum Beirút. Þetta er Palestínumaður frá Sýrlandi – okkur þykir merkilegt að Íslendingur tók myndina.

En sjötíu manns sem kafna í vörubíl í Ungverjalandi hreyfa furðu lítið við okkur. Og heldur ekki tvö hundruð drukknaðir flóttamenn í Miðjarðarhafi sem gera þá meira en tvö þúsund og fimm hundruð á þessu ári.

Hið súra pólitíska ástand í Evrópu gerir illt verra. Mikið ósamlyndi ríkir innan álfunnar, gremja og beiskja. Kreppan 2008 og eftirmálar hennar hafa haft afar neikvæð áhrif á samskipti Evrópuríkja. Þjóðerniseinangrunarstefna fer vaxandi. Hreyfingar hægriöfgamanna eru hvarvetna í sókn. Í Ungverjalandi er beinlínis hægt að tala um framrás fasisma – og eins ótrúlegt og það kann að virðast mælast Svíþjóðardemókrataflokkurinn sem stærsta stjórnmálaaflið í heimalandi jafnaðarstefnunnar. Hið algjöra forystuleysi sem ríkir í Evrópusambandinu bætir ekki úr.

Það virðist heldur ekki mega koma upp almennilegum flóttamannabúðum í Evrópu, því er líkast að það myndi óhreinka álfuna með einhverjum hætti. Flóttamenn flæða frá Tyrklandi yfir til Grikklands – þar sem verður ekki ráðið við neitt – og áfram upp Balkanskaga uns hluti af bylgjunni brotnar á Ermasundsgöngum. Í Bretlandi er forsætisráðherra David Camerons sem um þetta notar orðalagið „migrant swarm“. „Swarm“ er orð sem oft er notað um skordýr. Sýnir hugarfar sem því miður er alltof algengt og fær hljómgrunn á samskiptamiðlum. Því má heldur ekki gleyma að Bretar, ásamt fleiri vestrænum ríkjum, áttu stóran þátt í að hleypa öllu í bál og brand í Sýrlandi og Írak.

 

ImageHandler-2

Myndin sem hefur vakið heimsathygli, flóttamaður frá Sýrlandi með sofandi dóttur sína reynir að afla sér viðurværis með því að selja penna á götum Beirút.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“