fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Noregur og Kanada í niðursveiflu – snúa Íslendingar aftur heim?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 27. ágúst 2015 15:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö ríki á Vesturlöndum stóðu betur af sér kreppuna 2008 en flest önnur, Noregur og Kanada. Bæði eru olíuríki, hafa sífellt orðið háð olíugróða – í Kanada er það svo að olíuiðnaðurinn hefur ráðið lögum og lofum um nokkurt skeið, Norðmenn þykja til fyrirmyndar um hvernig þeir hafa ávaxtað olíupeningana, sett í risastóran sjóð, sem þeir passa upp á að eyða ekki miklu af.

En nú er olíuverðið orðið svo lágt að bæði þessi ríki eru komin í vandræði. Efnahagur Kanada hefur skroppið saman tvo ársfjórðunga í röð og framtíðin þykir ekki björt – engin teikn eru um að olíuverðið hækki aftur í bráð. Kanada er líka mikill álframleiðandi, áliðinaðurinn í heiminum er í kreppu sem versnar líklega enn vegna ástandsins í Kína.

Í gær birtust tölur um aðatvinnuleysi í Noregi væri komið upp í 4,5 prósent og hefði ekki verið hærra í tíu ár. Norska krónan hefur fallið að meðaltali um 18 prósent gagnvart öðrum gjaldmiðlum og norski seðlabankinn hefur lækkað vexti tvívegis síðasta árið – og er búist við að vextirnir lækki enn í september. Tunna af Norðursjávarolíu kostaði 100 dollara um mitt ár 2014, en er nú á 43 dollara.

Maður spyr hvaða áhrif þetta hefur á fjölda Íslendinga sem vinna í Noregi. Það er að minnsta kosti ljóst að þeir fá minna fyrir norsku krónurnar sínar þegar þeir koma með þær til Íslands. Sumt fólk „pendlar“ á milli, vinnur í tímabundið í Noregi og kemur á milli til Íslands.

Á sama tíma er uppgangur á Íslandi. Ásgeir Jónsson hagfræðingur sagði í viðtali um daginn að líkur væru á að margir Íslendingar færu að snúa heim frá Noregi vegna niðursveiflunnar þar. Þá er líka hugsanlegt að verði minna fjör hjá Fylkisflokknum.

norway-oil-series-logo

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“