fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Vel heppnuð uppbygging

Egill Helgason
Laugardaginn 22. ágúst 2015 11:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður að segjast eins og er, þessi hótelbygging við Laugaveg virkar til fyrirmyndar. Þarna eru tvö gömul hús tekin og gerð upp þannig að sómi er að. Húsið sem er fjær hefur fengið fallegt þak og ris – áður var það skelfing kollótt.

Stillansar voru teknir þarna af fyrir fáum dögum og það er ekki hægt annað en að vera ánægður. Í endurbyggingu húsanna er tekið tillit til aldurs þeirra og stöðu í götumyndinni.

Því miður er það ekki alls staðar svo. Viðbygging við hótel Marina, hótelið hjá Slippnum, hefur til dæmis mistekist algjörlega. Eldri hluti hótelsins var ágætur, passaði inn í borgarmyndina, en nýrri hlutinn fer alveg með heildina. Og svo hefur náttúrlega áður verið rætt um hótel sem kallast Alda og var sett upp þar sem eitt sinn var Karnabær á Laugavegi. Það þarf svosem ekki að segja annað að húsið sem var í dálítið undarlegum módernískum stíl var klætt álplötum – þær hljóta að vera ljótasta byggingaefni sem um getur.

Svo eru náttúrlega önnur stór tíðindi í uppbyggingu hótela í borginni. Það er loksins kominn einhver sem ætlar að taka að sér stóru holuna fyrir framan Hörpu. Kominn tími til. Svæðið milli Tryggvagötu og Hörpu er eins og þar hafi geisað stríð og gleymst að byggja upp eftir það. Þarna eru endalausir eyðiflákar, skornir af ljótum bílagötum.

Það er hótelkeðjan Marriott sem þarna hefur rekstur hótels 2019. Það ætti að vera fagnaðarefni. Marriott hótelin eru mjög virt, þetta er merki sem hefur mjög góða ímynd, og ekki er verra að hótelið verður undir merkjum Marriott Edition. Það munu eiga að vera sérlega vönduð hótel, eins konar boutique-hótel sem taka mið af staðháttum í hverri borg. Slík hótel hafa þegar risið í New York, Miami, Istanbul og London, og eru væntanleg í Abu Dhabi, Bali, Hollywood og Shanghai.

Þarna verður sjálfsagt rándýrt að gista, eins vera ber. Það vantar stórt og dýrt alþjóðlegt hótel í Reykjavík – fimm stjörnu hótel. Það mun líka vera samnýtt með Hörpu við ráðstefnuhald – sem er ein forsenda þess að Harpa standi undir sér en sé ekki baggi á skattgreiðendum.

Semsagt gott, svo langt sem það nær. Þá er bara að vona að mönnum lánist að byggja fallegt hús. Það er vandasamt verkefni. Harpa verður að fá að njóta sín áfram og menn verða að taka tillit til hins fremur lágreista miðbæjar. Hins vegar er engin ástæða til að vernda hina ömurlegu auðn milli Hafnarstrætis, Tryggvagötu og Kalkofnsvegar. Og hvað varðar tal um útsýni til Esjunnar, þá er hún ekkert að hverfa, sem íbúi Miðbæjarins væri ég jafnvel til í að skipta á útsýninu og skjóli fyrir norðanáttinni sem blæs inn yfir höfnina, um Kvosina og yfir í Hljómskálagarð – á svæðinu sem orðhagur maður nefndi „Illulág“ vegna þess hve norðanvindurinn var alltaf napur.

 

11889682_10153603910500439_7687768958470186242_n

Endurgerð hús við Laugaveg 19 þar sem brátt opnar hótel. Þarna hefur tekist vel til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk