fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Hví kvartið þið svona mikið?

Egill Helgason
Sunnudaginn 2. ágúst 2015 23:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég talaði í dag við erlendan mann sem hefur dvalið hér á landi um skeið. Hann spurði yfir hverju Íslendingar væru alltaf að kvarta.

„Þið eigið vel menntaða þjóð, efnilegt ungt fólk, aldurssamsetning þjóðarinnar er góð. Þið eigið gott menntakerfi, góða skóla alveg frá barnsaldri og upp í háskóla og þeir eru mestanpart ókeypis. Menningarlífið er blómlegt. Þið eru hraust þjóð og langlíf, ungbarnadauði er sá minnsti í heiminum. Þið búið við frelsi og frið. Hér er áberandi velmegun hvert sem maður fer, fátækt er lítil og það eru ekki vandamál vegna innflytjenda. Þið eigið gnægð af hreinni orku sem er afskaplega mikilvægt í nútímasamfélagi. Hví kvartið þið svona mikið?“

Ég verð að viðurkenna að mér vafðist tunga um höfuð. Svo fór ég að rekja eitt og annað sem er ekki í sérlega góðu lagi á Íslandi. En er heildarmyndin sem birtist í spurningu ferðamannsins kannski rétt? Hversu glöggt er gestsaugað í þessu tilviki? Það væri gaman að fá svör frá lesendum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk