

Stórmerkileg forsíða DV. Hví er allt þetta efnafólk skráð til heimilis í útlöndum?
Guðmundur Magnússon, blaðamaður og sagnfræðingur, skrifaði merka bók sem heitir Nýja Ísland, listin að týna sjálfum sér, sem kom út árið 2008. Að sumu leyti var eins og Guðmundur væri forspár í þeirri bók þar sem hann skrifaði um breytingar á íslensku samfélagi.
Nú skrifar hann á Facebook:
Minnir á selstöðuverslunina gömlu. Svo hét það á 19. öld þegar danskir auðmenn – og reyndar einnig íslenskir – ráku hér verslun og útgerð en dvöldust meginpart ársins í Danmörku þar sem lífið var þægilegra fyrir þá. Hér voru á þeirra snærum búðarþjónar og snúningamenn ýmsir. Fróðlegt væri að vita hvað það er sem veldur því að þetta fólk kýs að búa erlendis meirihluta ársins þó að það standi fyrir umsvifamiklum rekstri hér. Í blaðinu kemur fram að margir greiða ekki skatta hér – en nýta sér þó væntanlega opinbera þjónustu, svo sem heilbrigðiskerfið, þegar hentar. Var þetta fólk að flýja auðlegðarskattinn meðan hann var? Eða eitthvað annað? Hvað skýrir þetta?
