fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Smá samanburður á grískri og íslenskri flokkapólitík eftir hrun

Egill Helgason
Miðvikudaginn 8. júlí 2015 22:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er dálítið forvitnilegt að bera saman niðurstöður síðustu skoðanakönnunar á fylgi íslensku flokkanna og úrslit kosninga í Grikklandi í janúar á þessu ári.

Bæði Ísland og Grikkland gengu í gegnum efnahagshrun, pólitískur órói hefur verið í báðum löndunum, þó sýnu meiri í Grikklandi, enda er ástandið þar mun alvarlegra en nokkurn tíma á Íslandi.

Í báðum tilvikum fljúga hátt nýir flokkar sem lofa umbótum og er stefnt gegn gamalgrónu valdakerfi, Píratar á Íslandi mælast með 33 prósent í síðustu könnun, Syriza fékk 36 prósent í grísku kosningunum. Syriza er sambræðingur ýmissa vinstri hópa og óháðra, það er dálítið meiri óvissa um hvar Píratar standa í pólitík.

Í báðum löndum eru hrundir sósíaldemókrataflokkar, Pasok var eitt sinn við völd í Grikklandi, en fékk ekki nema 5 prósent í síðustu kosningum. Samfylkingin með sín 9 prósent virðist stefna í þá átt. Báðir flokkar hafa verið ofurseldir einhvers konar teknókratisma sem kjósendur kunna lítt að meta.

Krúttlegasti flokkurinn í Grikklandi er svo To Potami, nafnið útleggst sem Fljótið. Þessi flokkur var stofnaður til að gera grísk stjórnmál huggulegri – og minnir meira en lítið á Bjarta framtíð. Formaður flokksins og stofnandi er þekktur fjölmiðlamaður. Flokkurinn fékk 6 prósent í kosningunum, Björt framtíð er með um 6 prósent í skoðanakönnun MMR.

Loks er það gamli valdaflokkurinn Nea Demokratia sem svipar mikið til íslenska Sjálfstæðisflokksins. Hann er bandalag ýmissa aðilla á hægri- væng og miðjunni og er mjög hagsmunatengdur. Þessi flokkur var við völd þegar gríska hagkerfið tók að hrynja. Báðir flokkarnir mega muna fífil sinn fegurri, Sjálfstæðisflokkurinn er með tæp 24 prósent í könnuninni, en Nea Demokratia var með 27 prósent í kosningunum í janúar. Á árum áður var fylgi flokksins jafnan yfir 40 prósentum, að því kepptu Sjálfstæðismenn líka í eina tíð.

Það er ekki alveg auðvelt að finna samsvörun við Framsókn í Grikklandi, en þó má benda á flokkinn Sjálfstæða Grikki sem situr í stjórn með Syriza. En þessi flokkur er minni en Framsókn, á sér litla sögu, er talsvert öfgafyllri svo samanburðurinn er hæpinn.

Íslendingar geta svo fagnað því að við höfum enga flokka eins og gamla kommúnistaflokkinn KKE eða fasistaflokkinn Gyllta dögun. Ef allt fer á versta veg í Grikklandi er hætt við að slíkum öflum vaxi ásmegin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk