fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Gervigreind, lúddítar og hin skilyrðislausa framfaratrú

Egill Helgason
Fimmtudaginn 30. júlí 2015 18:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef mörgum sinnum lent í því að vera uppnefndur lúddíti þegar ég hef birt greinar þar sem segir að tækniframfarir séu ekki skilyrðislaust af hinu góða. Luddítar voru andsnúnir iðnbyltingunni á 19. öld.

Skilyrðislaus framfaratrú og blind tæknihyggja þola illa að vera andmælt. Robert Oppenheimer, einn af höfundum atómsprengjunnar sagði að eðlisfræðingar hefðu kynnst syndinni þegar þeir þróuðu atómsprengjuna – og undan því gætu þeir ekki losnað.

Vísindin hafa fært okkur langlífi, heilsu, vellíðan og þægindi með áður óheyrðum hætti. En áhrif iðn- og tæknibyltinga eru að sumu leyti ekki komin fram. Það bíður óborinna kynslóða að takast á við þau. Það hefur tekist, með miklu alþjóðlegu átaki, að halda kjarnorkuvopnum í skefjum. Við vitum svosem ekkert um hvort það tekst áfram.

Loftslagsbreytingar eru sagðar vera einhver mesta vá sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir. Áhrif þeirra eru heldur ekki komin fram – þótt upphafið megi rekja allt aftur í iðnbyltingu. Hvaða hörmungar eiga afkomendur okkar eftir að upplifa vegna þess að við höfum eyðilagt loftslagið á jörðinni?

Við stöndum frammi fyrir heimi þar sem vinnuafl mannsins gæti að miklu leyti orðið óþarft, þar sem vélar geta unnið megnið af störfunum. Fær þá mannkynið að njóta þess að vinna lítið og fást við uppbyggjandi hugðarefni? Eða færist ójöfnuður enn í aukana eins og hann hefur verið að gera – verða það fáir útvaldir eigendur sem njóta afrakstursins af þessari byltingu? Hvernig heimur verður það?

Og nú er rætt um gervigreind. Ljóst er að gríðarlegar framfarir geta orðið á því sviði. Nú vara vísindamenn með Stephen Hawking í fararbroddi við þróun gervigreindar og sérstaklega við því að framleidd verði vopn sem byggja á henni. Hawking hefur reyndar sagt að gervigreindin geti þýtt endalok mannkynsins.

En líklega halda menn áfram að þróa gervigreindina – alveg butséð frá afleiðingunum. Hvers vegna – ef það er hættulegt? Jú, vegna þess að það er hægt. Og vegna þess að enginn vill vera lúddíti.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk