
Það stendur yfir leiðtogakjör í Verkamannaflokknum breska. Í Guardian skrifar Frankie Boyle meinhæðna grein þar sem segir að eins og stendur gæti flokkurinn eins verið rekinn af tölvupóstfangi þar sem enginn er við vegna fría.
Einhvern veginn á þetta ágætlega við vinstri vænginn í íslenskri pólitík, allt frá Bjartri framtíð um Samfylkingu yfir í Vinstri græna.
Hvers vegna er engin umræða á vinstri væng stjórnmálanna um hluti sem skipta máli – já, einfaldlega hvernig samfélagi við viljum búa í ? Engin umræða um stefnu, um hugmyndir, um þróun í stjórnmálum á alþjóðavísu?
Hví þessi ótrúlega værukærð – eða á maður að kalla það leti?
Þessir stjórnmálaflokkar eru kreppu allir með tölum, BF og Samfylking virðast við dauðans dyr, VG getur kannski haldið áfram svona upp á gamlan vana. Vinstri vængurinn í íslenskum stjórnmálum er lamaður – hann hefur orku til handa uppi smá andspyrnu á þingi, aðallega í formi málþófs, en frá honum koma engar hugmyndir.
Reið stjórn Jóhönnu og Steingríms vinstrinu að fullu? En eftir hana var kosið nýtt forystufólk – og samt hefur fylgið haldið áfram að minnka.
Kannski er heldur ekki við foringjana að sakast. Er fólk eftir í þessum flokkum til að halda uppi stjórnmálastarfi, til að reisa þá upp aftur? Eða svo vitnað sé aftur í greinina í Guardian – er einhver við?