
Ég hitti kaupmann sem er með búð í miðborg Reykjavíkur í dag:
Fyrir nokkrum árum var sífellt verið að fjalla um það í fjölmiðlum að verslunarpláss væri autt í miðbænum og að þangað kæmi varla hræða. Nú er hins vegar kvartað yfir því að það sé alltof margt fólk og ekkert nema lundabúðir og það er eilífur fréttaflutningur þar um. En er þetta ekki bara ágætt svona?
Sagði kaupmaðurinn og vildi að bæði Laugavegur og Skólavörðustígur yrðu göngugötur til frambúðar.