fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Stöðugur uppgangur hægri pópúlistaflokka á Norðurlöndunum

Egill Helgason
Föstudaginn 24. júlí 2015 08:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppgangurinn hægri pópúlistaflokka á Norðurlöndunum heldur áfram og virðist vera óstöðvandi. Í Danmörku situr veik minnihlutastjórn í skjóli Þjóðarflokksins sem fékk 21 prósent í kosningunum í vor og er næststærsti flokkurinn. Í Finnlandi eru Sannir Finnar í ríkisstjórn, fengu 17 prósent í kosningum í apríl. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum í Svíþjóð eru Svíþjóðardemókratarnir orðnir næststærsti flokkurinn með 23 prósent, aðeins Jafnaðarmenn eru stærri, Moderaterna, sem er stærsti borgaralegi flokkurinn, eins og það er kallað, eru með 20 prósent.

Þetta er uggvænleg þróun og því miður er hætt við að innflutningur flóttamanna frá Sýrlandi og Írak verði vatn á myllu þessara hreyfinga á Norðurlöndunum. Deilurnar um innflytjendur verða sífellt hatrammari og þær eru farnar að ráða pólitískum úrslitum og myndun ríkisstjórna.

Það er merkilegt að sjá að þróunin er öðruvísi á Íslandi þar sem vantraust á hefðbundnum stjórnmálaflokkum og mikill leiði á stjórnmálum, brýst fram í stuðningi við hina ofurfrjálslyndu Pírata. Eiginlega er það sérstakt fagnaðarefni. Enn örlar vart á hægriöfga- eða hægripópúlískum flokki á Íslandi og þótt sumir vilji halda því fram að Framsóknarflokkurinn hafi tekið að sér það hlutverk, þá er það ekki allskostar rétt. Sönnunargögnin fyrir því eru afar veik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk