

Vísindamenn segja að öruggt sé að árið 2015 verði hlýjasta ár á jörðinni síðan mælingar hófust – og að júnímánuður hafi verið hlýrri en sögur fara af. Það er reyndar svo að á Íslandi hefur verið óvenju kalt, en það breytir víst litlu fyrir heildarútkomuna sem sjá má á þessu korti frá bandarísku haf- og loftslagsstofnuninni NOAA. Þarna lendir Ísland í kuldapolli, það telst vera mun kaldara en venjulega – víðast annars staðar eru hlýindi.

Hér er svo annað kort, þetta er frá frönsku fréttastofunni AFP, og sýnir meðalhita í júnímánuðum á jörðinni. Eins og greina má er júní 2015 langheitastur.
