fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Sumardagar, en ekkert sérlega heitir

Egill Helgason
Miðvikudaginn 22. júlí 2015 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er það sem jafnan ætti að vera heitasti tími ársins. Seinni partur júlí á að vera tími hinna heitustu daga. Hitametanna.

Okkur er sagt að mannkynið sé að upplifa heitasta ár sögunnar – metin eru stöðugt að falla, en ekki hér á Íslandi.

Samkvæmt norska veðurvefnum virðist hitinn varla eiga að skríða yfir tíu stig á Akureyri það sem eftir lifir júlímánaðar. Ég get ekki ímyndað mér að Akureyringar hafi gert neitt til að verðskulda þetta.

Ég var á grískri eyju og þar var frekar kalt þetta árið. Þetta er reyndar vindasamur staður, eins og fleiri eyjar á þessu svæði – það var þokkalega heitt yfir daginn en á kvöldin var maður oftast í peysu. Þetta er frekar frísklegt, sjórinn verður ekki sérlega heitur og ekki þarf maður að kveikja á loftkælingu.

Í París þar sem ég kom við fór hitinn hins vegar upp í þrjátíu og sjö stig. Það var andstyggilegt, maður andaði að sér hrikalegu ólofti, á skiltum voru viðvaranir um að viðkvæmt fólk ætti að halda kyrru fyrir, borgin virkaði skítug og fólkið pirrað. Skiljanlega.

Aldrei þessu vant er allur hiti úr íslenskri pólitík. Líklega er það bara tímabundið. Menn þrasa um ferðamenn, saur og piss, en varla neitt um stjórnmál. Á því er þó einstaka undantekning eins og til dæmis pistill sem birtist í Kvennablaðinu og margir eru að deila á Facebook.

Þar er að finna mjög einfaldar skýringar á stjórnmálaþróun á Íslandi. Þeir sem sitja nú í ríkisstjórn eru vitfirrtir, þeir eru samansafn vitleysinga og þeir eru illa innrættir. Semsé brjálaðir, heimskir og vondir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk