fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Banka ætlað að fara í skammarkrók – við mikinn fögnuð

Egill Helgason
Föstudaginn 17. júlí 2015 05:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einu sinni þótti sjálfsagt að Landsbankinn starfaði í fallegum húsum miðri byggð. Engum datt annað í hug.

Landsbankahúsið í Reykjavík er dæmi um slíkt, en líka Landsbankinn á Akureyri, á Ísafirði og Selfossi. Öll eru þessi hús nokkuð svipuð að gerð, reisuleg, nokkuð klassísk, traustvekjandi.

Í Grikklandi er líka landsbanki og hann er í gömlum og virðulegum húsum í borgum og bæjum landsins, líkt og Landsbankinn hér heima. Og eins og hér eru þetta hús sem voru reist á fyrri hluta síðusta aldar, á tíma þegar bankar nutu enn virðingar, voru máttarstólpar samfélagsins.

En nú hafa viðhorfin breyst. Landsbankinn vill byggja hús í miðborg Reykjavíkur og menn verða alveg brjálaðir. Stungið er upp á því að bankinn flytji í hús sem hefur risið í svonefndu Hvarfahverfi í Kópavogi. Nafnið er réttnefni – óvíða á höfuðborgarsvæðinu er jafn villugjarnt og þar.

Þessi uppástunga vekur gríðarlegan fögnuð. Í stað þess að vera í miðju vill fólk fá þennan elsta banka Íslands lengst út í jaðar. Það má segja að með því sé bankinn settur í skammarkrók.

AR-682500992

Landsbanki í hinum klassíska stíl á Ísafirði.

WP_20141010_10_58_21_Pro__highres-1024x577

Húsnæði fyrir Landsbankann í öðrum stíl en á árunum þegar bankar nutu virðingar. Myndin er úr Kópavogsblaðinu þar sem húsinu við Urðarhvarf 8 er lýst sem „kreppuhöll“ og sagt að hún standi enn tóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk