fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Þýskaland býður útgöngu úr evrunni – og mannúðaraðstoð

Egill Helgason
Mánudaginn 13. júlí 2015 07:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem Merkel og Schauble eru nú farin að leggja til er að Grikkir fari út úr evrusamstarfinu í að minnsta kosti fimm ár. Þetta þýðir auðvitað að þeir eiga ekki afturkvæmt, ef slík aðgerð leiddi til mikils hruns myndu Grikkirnir ekki fá inngöngu aftur, en ef hún reyndist vel, þá myndu þeir ekki vilja koma aftur.

Evran átti auðvitað aldrei að vera svona, hún var sett á laggirnar með miklum heitstrengingum um evrópska samstöðu, í því fólst að hún væri óafturkræf. En nú sjáum við að svo er ekki, eða hvað? Það þýðir í rauninni að evran er ekki annað en samstarf um gengi. Spákaupmönnum er boðið í gríðarlega veislu, þarna hafa vogunarsjóðir mjög áhugavert verkefni.

Við getum þá ímyndað okkur að aðra þjóðir fylgi í kjölfarið, Spánn, Ítalía, jafnvel Frakkland – sem er illa skuldsett, hefur mjög erfiða aldurssamsetningu og er að mörgu leyti gríðarlega óhagkvæmt, að minnsta kosti á mælikvarða haukanna sem ráða í Þýskalandi. Merkel og Schauble hlusta heldur ekki mikið á Hollande eða Renzi þegar þeir hvetja til þess að samið verði við Grikki.

Annað sem Þjóðverjar bjóða er mannúðaraðstoð. Semsagt Rauða krossinn. Súpueldhús. Kannski Lækna án landamæra í stað allra þeirra sem munu flýja land? Er furða þótt Paul Krugman skrifi í mjög harðorðri grein að þetta sé komið út í fyrir að vera harðneskjulegt heldur virðist hreinn hefndarhugur ráða ferðinni. Þetta eru algjör svik við hugsjónir Evrópusambandsins, segir Krugman, og gríðarlegt högg fyrir ESB.

Ekki eru þó allir í Þýskalandi á sömu línu. Í Der Spiegel birtast greinar sem eru í allt öðrum dúr. Christian Rickens skrifar um hina misheppnuðu skuldabjörgun Grikklands sem hann segir að hafi einkennst af „linnulausu hugleysi“. Vegna þess að leiðtogar Evrópu þorðu ekki að taka erfiðar ákvarðanir stækkaði vandamálið svo að smáþjóð á útjaðri Evrópu er farin að ógna tilvist sjálfs gjaldmiðilsins.

Mathieu von Rohr segir að afleiðingar þess að Grikkland yfirgefi evruna verði skelfilegar, koma verði í veg fyrir slíkt með öllum tiltækum ráðum. Þarna sé ekki einungis um að ræða nokkra milljarða evra, sem eru líklega tapaðir hvort sem er, heldur myndi þetta þýða vantraust á evruna, sem væri þá allt í einu orðin afturkræf og berskjölduð, og birta veikleika Evrópusambandsins á átakanlegan hátt. Í stað frekari samruna og pólitísks styrks yrði öllum ljóst að Evrópusamband sem getur ekki tekist á við tiltölulega smátt mál eins og þetta – heldur lætur það blása út í fáránlega stærð – er óhæft til að taka ákvarðanir í stærri málum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk