fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Gáfust Grikkir upp? Er þetta nóg fyrir ESB?

Egill Helgason
Laugardaginn 11. júlí 2015 05:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grikkir virðast upp til hópa sammála um að ekki hafi verið annað hægt en að samþykkja tillögurnar sem Tsipras forsætisráðherra mun nú leggja fyrir Evrópusambandið. Þær fela í sér niðurskurð og skattahækkanir, en líka nokkrar skuldaafskriftir – en allir vita að Grikkir munu aldrei geta greitt allar skuldir sínar.

Tillögurnar voru líka samþykktar í gríska þinginu í nótt með miklum meirihluta, 250 atkvæðum af 300. En þó má geta þess að nokkur hópur innan Syriza, flokks Tsipras, var á móti.

Vissulega má líta svo á að Grikkir hafi gefist upp – einfaldlega látið undan þvingunum Evrópusambandsins. Bankar hafa nú verið lokaðir í tvær vikur. Fólk hefur ekki getað nálgast sína eigin peninga. Það óttast að bankainnistæður muni einfaldlega tapast eða að skorið verði hressilega af þeim. Flestir eru þeirrar skoðunar að það boði ekkert nema óáran og hörmungar að fara yfir í drökmuna aftur – þótt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson boði að það sé óumflýjanlegt.

Það er erfitt að láta ekki undan slíkum þrýstingi – en allt setur þetta stórt spurningamerki við evruna og hvernig henni er stjórnað af Evrópska seðlabankanum og Þjóðverjum. Frakkar munu hafa hjálpað Grikkjum við að setja saman tillögurnar og styðja þá – enn er hins vegar spurning hver viðbrögð Þjóðverja verða.

Var þjóðaratkvæðagreiðslan á sunnudag þá til einskis? Því er sums staðar haldið fram. Ekki er það þó víst. Hún snerist ekki bara um peninga. Þjóðaratkvæðagreiðslan birti ákveðna samstöðu og stolt sem oft hefur skort meðal Grikkja. Meira en 60 prósent þjóðarinnar sögðu nei. En það er líka merkilegt að skoða tölfræði sem birtist í Guardian og sýnir hvernig atkvæði skiptast milli ríkra og snauðra.

Þarna má greina að í ríkustu hverfum Aþenu sögðu flestir já, en í hverfunum þar sem býr efnaminna fólk varð neiið ofan á. Þannig að þetta er að einhverju leyti spurning um stéttaskiptingu. Flestir Grikkir hafa engan hag af spillingunni sem hefur verið fyrirferðarmikil í Grikklandi, fyrirgreiðslupólitík, skattaundanskotum og fjármagni sem er dælt úr landi undir eins og gefur á bátinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk