

Það verður æ vandasamara að ákveða hvað maður á að hafa í jólamatinn – að minnsta kosti ef maður tekur sér stöðu í kjötdeildinni vestur í Melabúð.
Akurhæna, fasani, dádýr, elgur, hjörtur, krónhjörtur, canard og magret d’oie.
Einhvern veginn getur maður ekki farið í hamborgarhrygginn andspænis þessu öllu.
En hvað segja menn – hvernig eru skosku rjúpurnar? Er hægt að leyfa sér að hafa slíkt á borðum?

