fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Hraðborð 5000 g. kr.

Egill Helgason
Sunnudaginn 20. desember 2015 20:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaffi Vest er ágætur staður, en þau eru þó ekki að finna neitt upp, því veitingarekstur í Vesturbænum stendur á gömlum merg.

Hann hefur þó ekki alltaf verið langlífur.

Einu sinni var á Hagamelnum staður sem kallaðist Haukur í Horni, en var stundum uppnefndur Laukur í Hori. Ég veit ekki af hverju – þetta var á tíma bjórlíkisins.

Ég kom aðeins einu sinni á þann stað. Það var eftir leik hjá KR. Vesturbæjarveldið hafði þá unnið sigur á öðru Reykjavíkurfélagi. Það bar til tíðinda í leiknum að spilandi þjálfari andstæðinganna skipti sjálfum sér út af kortéri fyrir leikslok.

Þegar við félagar mínir komum á Haukinn, strax eftir leikinn, sat hann þar inni og kneifaði bjórlíkið.

En svo virðist líka hafa verið þarna annar staður sem er flestum gleymdur. Eða man einhver eftir veitingahúsinu Vesturslóð á Hagamel 67. Segir í meðfylgjandi auglýsingu að þarna sé „veitingahús ykkar allra“.

Þetta er frá á tíma myntbreytingar og þarna kostar „hraðborðið“ (takið eftir orðaleiknum) 5000 krónur. Spurning hvort við þurfum aftur að fara að taka tvö núll aftan af krónunni? Það hafði ákveðin sálræn áhrif í stuttan tíma, þótt efnahagslega hafi kannski ekki verið neitt vit í þeirri aðgerð.

 

12360088_10208043102615339_6797337483632409299_n

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt