
Það er eitt einkenni á stjórnmálunum á Íslandi að liðið gengur í takt, greiðir atkvæði eins og því er sagt að gera, jafnvel þótt það stríði gegn skoðunum og jafnvel samvisku þingmanna. Menn láta sig hafa það.
Óhætt er að segja að þetta virki býsna lítilmótlegt oft á tíðum.
En svona er þetta þó ekki alltaf. Í kvöld varð klofningur í stjórnarliðinu á Alþingi.
Hann varð út af snakki.