fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Schengen í uppnámi

Egill Helgason
Mánudaginn 14. september 2015 08:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flóttamannavandinn í Evrópu er enn eitt dæmið um það hversu Evrópusambandinu gengur illa að höndla stór mál og hversu forystuleysið er mikið. Það er orðið ljóst að þetta er vandamál sem ekki er hægt að leysa innan þjóðríkjanna. Flóttamannastraumurinn hefur verið að magnast undanfarin ár, en ESB virðist algjörlega óundirbúið. Það er eins og ekki hafi mátt viðurkenna hversu vandinn er stór.

Nú stöndum við frammi fyrir, vonandi tímabundnu hruni Schengen-samstarfsins – það eru hörmulegar fréttir. Þjóðverjar loka landamærum sínum vegna þess að þeir segjast ekki ráða við straum flóttafólks. Eigum við kannski eftir að horfa með söknuði aftur til þeirra góðu tíma þegar landamæri í álfunni voru opin? Í hugann kemur bók Stefans Zweig þar sem er lýst frjálsri og opinni Evrópu á árunum fyrir fyrri heimstyrjöld. En því miður er þetta vatn á myllu öfgaafla og maður sér hvarvetna hvernig hlakkar í óvinum frelsisins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur