

Hér er ansi skemmtilegt kosningapróf. Maður svarar spurningum um bandarísk stjórnmál, það er hægt að svara býsna nákvæmlega, og fær að vita hvaða forsetaframbjóðanda maður væri líklegastur til að kjósa.
Ég ætla svosem ekki að segja að niðurstöður mínar komi á óvart, ég var langoftast sammála Bernie Sanders, en Hillary Clinton var mjög skammt undan og svo Joe Biden aðeins fyrir neðan. En svo voru tugir prósenta niður í Jeb Bush sem var efstur Repúblíkananna hjá mér.
Sjá á vefnum Isidewith.
