fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Húsnæðisbólur

Egill Helgason
Laugardaginn 15. ágúst 2015 06:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsnæðisbólur eru fylgifiskar borga sem eru í uppgangi. Og borgir eru staður 21. aldarinnar. Þúsaldarkynslóðin svokölluð flykkist inn í borgir úr úthverfum. Hún vill búa miðsvæðis og ekur ekki endilega á bíl. Meira að segja í Bandaríkjunum hefur hlutfall ungs fólks sem tekur bílpróf hríðlækkað.

Húsnæðisbólurnar geta tekið á sig ýmsar myndir. Ég er staddur í Vancover í Kanada. Þetta er borg þar sem er mikil gróska, afskaplega fjörug, er reglulega efst á listum yfir lífvænlegustu borgir í heimi. En hér er mikil húsnæðisbóla. Ein af ástæðunum er sú að borgin hefur mikið adráttarafl, önnur er sú að erfitt er að byggja svo þörfinni sé sinnt, það er einfaldlega ekki nóg landrými. Þess vegna vex Vancouver stöðugt upp í loftið. Einkenni miðborgarinnar eru miklir íbúðaturnar. Merkilegt nokk er þetta byggingarform býsna skemmtilegt. Ég skrifa þennan pistil á átjándu hæð í stóru húsi, fer út í glugga sem nær frá gólfi upp í loft og get horft vítt yfir.

Önnur ástæða er sú að ríkt fólk frá Asíu, og einkum Kína, fjárfestir í húsnæði þarna. Það hefur hleypt verðinu upp. Mér er sagt að varla sé hægt að fá neitt hérna núorðið sem kostar undir milljón kanadískum dollurum. Þetta er kannski ágætt fyrir fólk sem keypti húsnæði fyrir mörgum árum og getur nú selt á margföldu verði, en fyrir ungt fólk sem vill kaupa húsnæði í fyrsta sinn er þetta býsna erfitt.

Húsnæðisbólur er semsagt að finna út um allan heim, í borgum þar sem fjöldi fólks vill setjast að. Í Reykjavík er húsnæðisbóla sem skýrist meðal annars af fyrirferð lífeyrissjóða á húsnæðismarkaði, húsnæði sem er leigt út til ferðamanna og skorti á byggingum miðsvæðis – á svæðinu þar sem verðið hækkar mest. Og eru ekki farin að vera einhver brögð að því að alþjóðlegir fjárfestar kaupi íbúðir í Reykjavík? En við erum langt í frá ein um þetta, heldur er þetta eitt megineinkenni borgarsamfélaga nútimans. Í alþjóðlegum samanburði er húsnæðisverð í Reykjavík líklega ennþá fremur lágt (en lánaumhverfið er náttúrlega fjandsamlegt). Um Suður-England, svæðið sem Íhaldsflokkurinn lætur sér annt um (honum er sama um restina) hefur verið sagt að hagkerfið þar sé drifið áfram af tvennu – húsnæðisbólum og spákaupmennsku.

 

images-18

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk