

Það gerist ekki sérlega margt á Íslandi, nei. Við eru örþjóð og hér komast hlutir í fréttir sem myndu aldrei komast þangað nema hjá stærri þjóðum. Kannski í einhverja lókal fjölmiðla, en hérna ná þeir inn í fjölmiðla sem hafa útbreiðslu um allt land.
Síðustu dagana hafa til dæmis verið látlausar fréttir af opnun veitingastaðar sem tilheyrir skyndibitakeðjunni Dunkin Donuts. Eitt má segja – almannatenglar hafa þar aldeilis unnið fyrir kaupinu sínu. Og, í framhaldi má spyrja, hvar eru síurnar inn í fjölmiðlana hérna?
