fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Sæti strokuselurinn – sem var snimhendis lógað

Egill Helgason
Þriðjudaginn 4. ágúst 2015 20:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhvern veginn virkar það ekki sérlega snjallt að hafa tekið sæta strokkópinn úr Húsdýragarðinum, lógað honum og fóðrað refi með hræinu.

Í nágrenni við mig eru börn sem er mjög heitt í hamsi yfir þessu. Þau sáu myndir af selnum á netinu um helgina, lásu um afrek hans, horfðu í sætu augun hans – og voru hrifin af honum. Hvað annað?

Og nú frétta þau að búið sé að drepa dýrið. Í besta falli má segja að þetta sé lélegt pr.

Litli selurinn var orðinn að stjörnu. Það er dálítið glúrið hjá selkópi, satt að segja, að ná að strjúka úr dýragarði og skríða fleiri hundruð metra – og enda á tjaldstæði fyrir ferðamenn. Lýsir ansi sterkum vilja til að kynnast veröldinni.

Og jú, ég veit að margir verða til þess að segja að það eigi ekki að gera mun á dýrum vegna þess að okkur mönnunum þyki þau sæt og skemmtileg. En óneitanlega voru þarna viss tækifæri fyrir Húsdýragarðinn, bæði hvað varðar markaðssetningu og tækifæri til að laða þangað gesti.

Hér eru nokkur ummæli af netinu um þetta atvik:

Sigurður Þór Guðjónsson:

„Nú er búið að taka selkópinn af lífi án dóms og laga í stað þess að heiðra hann fyrir afrekið.“

Bragi Valdimar Skúlason:

„— Stjóri, fjölmiðlar eru að spyrja um selinn. Hann er orðinn stjarna. Hvað gerum við?
— Skjóttann. Við megum ekki við öðrum Guttormi hérna.“

Bjarki Karlsson:

„Þessi kópur í Laugardalnum, hann getur ekki heitið neitt annað en SNORRI STURLUSON.Fyrir því liggja margar ástæður:
1) Snorri er vel þekkt selsnafn úr heimsbókmenntunum.
2) Einkunnarorð Snorra eru: Út vil ek.
3) Snorri er með litla og töluvert ofmetna laug heima hjá sér.
4) Snorri lumar á leynigöngum sem hægt er að flýja gegnum.
5) Það liggur ljóst fyrir að Snorri verður höggvinn í haust – en er sjálfur á því að eigi skuli höggva.“

Árni Helgason:

„Fyrst Maríus gíraffi og nú selkópurinn sem strauk. Hvernig er auglýst eftir störfum í dýragarði? „Kjörið tækifæri fyrir ískalt fólk sem er reiðubuið að taka ákvarðanir sem láta börn gráta vikum saman.“

Guðrún Sesselja Arnardóttir:

„Í dag las ég krúttfrétt á öllum miðlum um lítinn, sætan kóp sem strauk úr Húsdýragarðinum og fór í litla ævintýraferð sem endaði á tjaldsvæðinu í Laugardal…en í kvöld les ég að kópurinn hafi verið dæmdur til dauða fyrir tiltækið og þegar búið að framfylgja dauðadómnum! Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja, mér finnst þetta svo absúrd! Að lokum legg ég til að allir dýragarðar verði lagðir niður.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk