fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Víðar flugvallavandræði en á Íslandi – martröðin Brandenburgarflugvöllur

Egill Helgason
Föstudaginn 24. júlí 2015 11:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef marka ætti umræðu á Íslandi þá erum við örþjóðin algjörir sérfræðingar í að klúðra stórframkvæmdum. Jú, við höfum Landeyjarhöfn, Vaðlaheiðargöng – og nú fylgjast landsmenn hneykslaðir með því hvernig gengur á Keflavíkurflugvelli. Þar hefur verslunarrými fengið að sitja fyrir þægindum farþega.

En raunar er það ekkert sér-íslenskt. Af svipuðum ástæðum hafa lengi verið miklar deilur um flugvellina í kringum London. Þeir hafa verið reknir af einkaaðilum sem leggja svo mikla áherslu á að leigja út verslunarrými að um tíma komust farþegar varla út í vél. Af þessum sökum hafa fyrirtækin sem reka þessa flugvelli verið sérlega óvinsæl.

Það fer ekki endilega vel saman að reka samgöngumannvirki í senn í gróðaskyni og til að þjónusta almenning. Einu sinni þótti Íslendingum ægilega spennandi að versla í fríhöfninni í Keflavík, það var álitin mikil búbót – en hafa menn tekið eftir því hvað hún er orðin dýr í seinni tíð?

Keflavíkurflugvöllur er núna undir stjórn ISAVIA sem er hálfopinbert félag, einhvers staðar mitt á milli einka- og ríkis-. Vigdís Hauksdóttir þingmaður hefur ekki vandað ISAVIA kveðjurnar. Hún skrifaði:

Það er orðið súrríalískt andrúmsloft í Leifstöð sem ISAVIA ohf ber ábyrgð á. Þetta er einmitt sama flugstöðin sem kolféll á öryggisleitarprófinu – sumir eru límdir við stólana sína sama hvað gengur á…

Það er varla skýring að ISAVIA hafi verið „tekið í bólinu“, það eru orðin sem ráðherra ferðamála notar um íslensku ferðaþjónustuna, líkt og hér hafi menn verið alveg sofandi fram á þennan dag. En svo má reyndar benda á að það er víðar á Íslandi að eru vandræði með flugstöðvar.

Við teljum yfirleitt að Þjóðverjar séu frábærlega skipulagðir og hæfir í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur. Þó kann að vera að það sé misskilningur. Skoðum til dæmis nýju flugstöðina í Berlín, Brandenburgarflugvöll, sem átti að opna 2012. Það var meira að segja búið að bjóða til opnunarhátíðar – sem var hætt við á síðustu stundu. Það kom nefnilega í ljós að flugstöðin var brunagildra. Flugvöllurinn er ennþá lokaður. Kostnaðurinn við hann er orðinn 6 milljarðar evra, um flugvöllinn áttu að fara 27 milljónir farþega á ári – þetta er afar vandræðalegt eins og segir í grein fréttaveitunnar Bloomberg. Miðað við núverandi áætlanir er gert ráð fyrir að fyrstu farþegarnir fari um Brandenburg 2017, en það er allsendis óvíst.

ber-2012-airport-city-willy-brandt-platz_main(3)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk