fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Hinn óvænti heimspekilegi sumarsmellur

Egill Helgason
Fimmtudaginn 23. júlí 2015 08:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mitt í hálfgerðri hörmungatíð í kvikmyndahúsunum skýtur óvænt upp mynd sem er skemmtileg og snjöll. Þetta er teiknimyndin Inside Out sem segir einfalda sögu um stelpu sem flytur með fjölskyldu sinni frá Minnesota til San Francisco og líkar það illa.

En það er ekki nema brot af sögunni, því myndin fjallar um tilfinningar: Gleði, sorg, reiði, ótta, óbeit. Tilfinningarnar eru túlkaðar með persónum inni í kolli stúlkunnar, og við sjáum hvernig þær togast á. Við fáum að sjá að sorg þarf að upplifa, hversu vont er að bæla hana niður, hvernig minningar sem eru góðar og glaðar geta líka framkallað sorg vegna þess að þær vekja eftirsjá eftir liðnum tíma.

Það er sýnt hvernig minningar í lífi barns hverfa í hyldýpi gleymskunnar og koma ekki aftur – söguhetjan er ellefu ára stelpa – en það er líka skoðað ofan í undirmeðvitundina og svo er afar spaugilegur kafli um tilurð drauma.

Líklega er þetta heimspekilegasta mynd sem hefur verið í bíó lengi – og það teiknimynd frá Pixar og Disney. Virðist eiginlega óhjákvæmilegt að hún sé sýnd í heimspekitímum í skólum framvegis og rædd þar í þaula.

 

images-16

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk