

„Á mínum borðum liggur ekkert frumvarp og mun ekki liggja á næstu mánuðum. En eins og kunnugt er, og það er ekkert leyndarmál, þá hef ég lengi verið þeirrar skoðunar, og lýst því yfir hvað eftir annað, að ég tel eðlilegt að ákvæði á þjóðarauðlindum séu sett í stjórnarskrá.“
Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þegar honum voru í dag afhentar undirskriftir úr söfnun Þjóðareignar, samkvæmt Vísi.
Í Hádegismóum er annað hljóð í strokknum. Þar situr gamall fjandvinur Ólafs Ragnars og er þeirrar skoðunar að ekki sé til neitt sem heitir þjóðareign.
