fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Óþarfa væl

Egill Helgason
Sunnudaginn 19. júlí 2015 13:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum er eins og Íslendingar fari saman í vælandi hjörð. Þannig hefur umræðan um ferðamennskuna verið undanfarna daga.

Ég kem til Reykjavíkur eftir að hafa dvalið í útlöndum mestanpart frá því í maí. Það er kalt og fátt fólk á ferli. Flest fólkið sem maður sér eru vissulega túristar, en maður tekur líka eftir því hvað ferðamannavæðingin er líka að hafa áhrif til góðs.

Miðborgin er snyrtileg að sjá – og miðborgarstarfsemi breiðist óðum út í götur þar sem hana var ekki að finna áður. Íslendingar voru náttúrlega löngu hættir að koma í þennan miðbæ, nema bara við alveg sérstök tilefni. Nú er Frakkastígurinn upp að Hallgrímskirkju orðinn ótrúlega líflegur, Hlemmur er að ganga í endurnýjun lífdaga – er beinlínis að verða hip og kúl – að ógleymdu hafnarsvæðinu alla leið út á Granda.

Þetta er gerbreyting á Reykjavík – og mestanpart til góðs.

En vælið er mjög áberandi þessa dagana. Það er náttúrlega raunalegt til þess að hugsa að síðasta ríkisstjórn var með áform um að skattleggja ferðamennskuna til þess að hægt yrði að byggja upp innviði. Þessu var tekið með væli. Nú meira en tveimur árum síðar vakna menn upp við vondan draum og sjá að þetta hefði betur verið gert á sínum tíma.

En það þýðir auðvitað ekki að þetta sé um seinan. Menn þekkja orðið vandamálin sem fylgja túrismanum, þau eru ekki óyfirstíganleg á neinn hátt, það á að vera hægt að ganga hraustlega til verks og kippa málunum í lag – fremur en að halda áfram að væla. Slíkt er bara niðurdrepandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk