

Bernie Sanders er óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont. Hann er í framboði til forseta í Bandaríkjunum, sækist eftir tilefningu hjá Demókrataflokknum. Kannski nær hann ekki að fella Hillary Clinton en boðskapur Bernies er að ná í gegn. Hann talar fyrir fullum húsum, fer víða, og kjósendur flykkjast að. Nærvera hans er mjög sterk á internetinu, en Bernie þiggur ekki fé frá fyrirtækjum.
Það sem Bernie Sanders er að segja virkar afar tímabært og skynsamlegt. Hann talar ekki tæpitungu eins og Hillary heldur kemur sér beint að efninu og segir sína meiningu umbúðalaust.
Það er spurning hvort ekki þurfi líka Bernie Sanders í Evrópu eftir atburði helgarinnar?









