
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á í vikunni fund með Jean Claude Juncker, formanni framkvæmdastjórnar ESB.
Ég skora á hann að lýsa samstöðu með Grikkjum á þessum fundi og hvetja til þess að fundin verði lausn á Grikklandsvandanum sem felur í sér að Grikkir geti sótt fram til bættra lífskjara, en sökkvi ekki dýpra í kreppu sem er orðin af stærðargráðu þess sem var í heimskreppunni miklu.
Ég er viss um að Sigmundur tekur vel í þetta, enda þekktur baráttumaður gegn því að skuldaklafi sé lagður á íslenskan almenning.
Í þessu sambandi má líka nefna að Íslendingar eiga miklu meiri samleið með Grikkjum en með banka- og peningavaldinu í Lúxemborg, en Juncker er dyggur fulltrúi þess.