fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Ólafur Hannibalsson 1935-2015

Egill Helgason
Fimmtudaginn 9. júlí 2015 17:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafi Hannibalssyni kynntist ég fyrst þegar ég var ungur blaðamaður á Helgarpóstinum. Ólafur kom þangað til starfa, það hefur líklega verið árið 1986, við vorum þar báðir ég og Gunnar Smári Egilsson. Okkur fannst maðurinn býsna furðulegur þar sem hann sat inni á kontór og hamraði á lyklaborð á nærbol.

Við vorum forvitnir um hann, fórum út saman að borða og drekka – en við Smári drukkum kannski ekki síst í okkur sögurnar sem Ólafur sagði úr pólitíkinni og blaðamennskunni á árunum áður en hann fór í útlegðina í Selárdal. Það var kostulegt að hlusta á hann, hann var algjör hafsjór, en maður fann á honum að hann hafði ekki verið í margmenni langa hríð.

Ólafur hafði þá dvalið nokkuð mörg ár í Selárdalnum og stundað búskap. Þeir voru einungis þrír íbúar í dalnum, hann, annar Ólafur og Gísli á Uppsölum. Seinna heyrði ég Ólaf segja að af þeim þremur hefði Gísli verið minnst skrítinn.

Með okkur Ólafi hélst góður kunningsskapur síðan, einkum á árunum þegar ég var með Silfur Egils. Þá var Ólafur kærkominn gestur í þættinum, enda var hann alltaf með sína eigin sýn á málin og hafði einstakt lag á að skilja  hlutina dýpri skilningi en flestir aðrir. Ólafur bjó náttúrlega að því að hafa fylgst með pólitík frá blautu barnsbeini, verandi sonur sjálfs Hannibals. En þetta var kærkomið í þætti þar sem hlutirnir gátu stundum leyst upp í innihaldslausar klisjur og karp.

Nú er Ólafur fallinn frá, 79 ára að aldri. Ég mat hann ávallt mikils – og þakka fyrir kynni góð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk