fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Eyjan

Einkavæðing sem brást

Egill Helgason
Miðvikudaginn 14. apríl 2010 16:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Geir Arinbjarnarson birtir þessa bloggfærslu á heimasíðu sinni:

— — —

Einkavæðing bankanna brást í 11 af 11 lykilatriðum

Í viðauka rannsóknarskýrslunnar er athyglisverð tafla sem tekur saman lærdóm frá Seðlabanka Bandaríkjanna af eldri bankakreppum.

Það sem er athyglisvert er að í okkar kreppu höfum við fallið ofaní allar 11 gryfjurnar.  Sagan hér er endurtekning á kreppum annarra, þess vegna var vanrækslan stjórnvalda hér svo sár og óþörf.

Lærdómar af fyrri bankakreppum

  1. Fylgjast þarf staðfastlega með hæfni þeirra sem ráða fyrir bönkum sem eigendur og stjórnendur. Því að menn með vafasama fortíð eða kunnáttu sækjast þar til áhrifa.
  2. Aldrei má slaka á settum reglum um mat á tryggingum og útlánaáhættu, engir „forgangs“ viðskiptavinir eiga að vera til.
  3. Vakandi auga þarf að hafa með þeim sem eru fundvísir á leiðir framhjá reglum, skráðum og óskráðum, í leit að hagnaði.
  4. Innherjaviðskipti eru sérstaklega hættuleg afkomu banka.
  5. Þar sem innherjar eru að verki fylgja oftast önnur brot á starfsreglum í kjölfarið.
  6. Eftirlitsaðilar þurfa að vera vel upplýstir um allar ákvarðanir og eftirlit, bæði með kröfum um skýrslugjöf og virku eftirliti á staðnum.
  7. Þekkingarskortur og sofandaháttur, ekki síst af hálfu bankaráðsmanna, eru meðal helstu orsaka áfalla í rekstri banka.
  8. Séu lög og reglur varðandi rekstur og endurskoðun banka ófullnægjandi verða eftirlitsaðilar að hlaupa í skarðið og vera á verði gagnvart óheilbrigðri starfsemi.
  9. Mat á því hvort eigið fé sé nægilegt er ekki nóg. Athuga verður hvaða veikleikar í rekstrinum valda veikri stöðu eigin fjár.
  10. Skipulag banka með mikil og margbrotin viðskipti þarf að vera skýrt með ljósum starfsreglum um ábyrgð og starfssvið hvers og eins.
  11. Ekkert er mikilvægara en að eftirlitsaðilar séu óháðir og að heimildir þeirra og geta til að knýja aðila til að fylgja settum reglum séu ótvíræðar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?