fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Að svíkja þjóð sína

Egill Helgason
Sunnudaginn 30. ágúst 2009 18:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mér hefur þótt Kolbrún Bergþórsdóttir vinkona mín heldur lin í afstöðu sinni til fjárglæframannanna sem settu landið á hausinn og stjórnmálamanna sem gerðust meðreiðarsveinar þeirra og hjálparkokkar.

En ég er nokkuð sammála pistli sem hún skrifaði í Moggann í gær. Við erum engu bættari með því að nota orð eins og landráð og föðurlandssvik.

Þetta eru orð sem menn eru teknir að hrópa á andstæðinga sína í tíma og ótíma, og verða loks að merkingarlausu gelti.

Þingmaður Framsóknarflokksins ætti að gæta að sér og hætta að tala í ofstækisfullum upphrópunarstíl um föðurlandssvikara. Reyndar hefur orð eins og þetta heyrst of oft upp á síðkastið, eins og orðið landráðamaður, og er engum til sóma sem það notar. Menn geta lika verið ósammala þeim sem vilja ganga i Evrópusambandið. Menn geta skammað útrásarvíkinga, bankastjóra, stjórnmálamenn og hverja sem er. En að kalla þá landráðamenn og föðurlandssvikara ber vott um ofstækisfulla heift sem á ekkert erindi í opinbera umræðu. Við lifum ekki i andrúmslofti seinni heimsstyrjaldar.

Svo er spurningin hvort smá föðurlandssvik séu ekki í lagi.

Fátt er ógeðslegra en að elta þjóð sína út í hvaða vitleysu sem er. Það viðhorf heitir á ensku my country right or wrong og getur leitt af sér stórkostlegar ranghugmyndir og hörmungar.

Rithöfundurinn meinfyndni Brendan Behan sagði einhvern tíma – hann var írskur, af þjóð sem lengi full af furðulegum og eyðileggjandi hugarórum:

An author´s first duty is to let down his country.

(Það er reyndar áhugavert að skoða höfundarverk Halldórs Laxness í þessu ljósi, því ansi oft var hann sakaður um að svíkja þjóð sína með opinskáum lýsingum á göllum hennar, meinlokum og ranghugmyndum.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta