Frægt er þegar Mitterrand sagði et alors á blaðamannafundi þar sem hann var spurður hvort hann ætti laundóttur.
Og hvað með það?
Nú virðist Nicolas Sarkozy ætla að feta í fótspor fyrirrennara síns. Hann stendur upp og gengur út þegar hann er spurður af fréttamanni út í skilnað sinn við Ceciliu Sarkozy.
Þetta var meira að segja fréttamaður frá 60 mínútum – amerískum þætti sem lítur ofboðslega stórt á sig.
Flott hjá Sarkozy.