fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Ævisaga Davíðs

Egill Helgason
Sunnudaginn 28. október 2007 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

davidoddsson.jpg

Hvar er ævisaga Davíðs Oddssonar? spyr Guðmundur Magnússon í pistli á DV-vefnum.

Er von að hann spyrji? Jú, við búum í smáríki, en í flestum löndum væri löngu komin út einhvers konar ævisaga svo magnaðs, umdeilds og áhrifamikils stjórnmálamanns.

Hver er skýringin?

Davíð ætti auðvitað að skrifa þessa bók sjálfur, nógu er hann ritfær til þess. Það væri illt fyrir sagnaritun meðal þjóðarinnar ef hann ritar ekki endurminningar sínar.

Annars eru tveir möguleikar í stöðunni:

Að einhver skrifi ævisögu Davíðs með blessun hans og samþykki. Sá yrði að hafa aðgang að skjala- og bréfasafni hans og leyfi til að tala við bestu vini og samstarfsmenn Davíðs. Svona bók bæri kannski að einhverju leyti merki ritskoðunar, en hún yrði samt grundvallarrit.

Svo er sá möguleiki að einhver skrifi ævisögu Davíðs án þess að njóta samþykkis hans. Sá höfundur gæti reyndar lent í vandræðum. Davíð var ekki mjög opinskár um stjórnarathafnir sínar – sagði einhvern tíma sjálfur að hann skrifaði lítið niður. Ævisagnaritarinn gæti líka komið að lokuðum dyrum hjá Kjartani, Hannesi, Jóni Steinari og Styrmi. Það mundi ekki hjálpa.

Ég get upplýst að bókaútgefandi einn spurði mig hvort ég væri til í að skrifa ævisögu Davíðs. Ég sagði nei – held það verði bæði erfitt og tímafrekt að gera honum almennileg skil.

Því auðvitað ætti hann að gera það sjálfur. Sú bók gæti orðið klassíker.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk